Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
24. mars 2008

Óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji

Visfræðingur óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji verði af Urriðafossvirkjun. Hún segir laxastofninn einn þann stærsta og sérstæðasta í landinu og ekki sé útlit fyrir að Landsvirkjun geti með nokkru móti komið í veg fyrir það, þrátt fyrir yfirlýstar mótvægisaðgerðir.

Villtur lax © Sumarliði Óskarsson

Urriðafossvirkjun er á aðalskipulagi Flóahrepps sem enn er ekki tilbúið. Skipulagið verður sent til Skipulagsstofnunar á næstu dögum. Fjallað hefur verið um þau áhrif sem fyrirhuguð virkjun í Þjórsá hefði í för með sér á lífríki árinnar, þar á meðal hinn sérstæða laxastofn. Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur hefur unnið að umhverfismati fyrir ýmis umhverfissamtök og kannað stöðu laxastofnsins í Þjórsá.

Ragnhildur segir landsvirkjun hafa greint frá því að komið verði fyrir svokölluðum seiðaveitum í ánni til að laxaseiðin komist í gegn þrátt fyrir virkjun. Sú tilraun bjargi ekki miklu.  

 

Þessa frétt er að finna á vefnum visir.is