Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
19. mars 2008

Ársfundur Veiðimálastofnunar 2008

 

Ársfundur Veiðimálastofnunar 2008 verður haldinn fimmtudaginn 27. mars að Hótel Loftleiðum, bíósal og hefst hann kl. 16.00. Á fundinum verða að venju kynntar veiðitölur síðasta árs auk þess sem veiðihorfur næsta sumars verða ræddar.


Í kjölfar ársfundarins verður haldið sameiginlegt málþing Landssambands stangveiðifélaga og Veiðimálastofnunar um stöðu stórlax á Íslandi. Frummælendur verða frá Veiðimálastofnun og Matvælastofnun, auk valinkunnra manna úr veiðigeiranum. 

 

Ársfundur Veiðimálastofnunar
 
Dagskrá:
16:00   Fundur settur.
16:10   Yfirlit um starfsemi Veiðimálastofnunar.
            Sigurður Guðjónsson, Veiðimálastofnun
16:20   Veiðin 2007 og veiðihorfur sumarið 2008.
            Guðni Guðbergsson, Veiðimálastofnun
16:40   Umræður og fyrirspurnir
16:50   Fundarhlé
 
 
Málþing um stöðu stórlax í íslenskum ám
 
17:00  Staða stórlaxastofna í íslenskum ám
           Sigurður Guðjónsson og Guðni Guðbergsson Veiðimálastofnun
 17:20  Stjórnun laxveiða á Íslandi- aðkoma stjórnsýslu
            Árni Ísaksson, Matvælastofnun            
 17:30  Hvað þarf að gera til að viðhalda stórlaxi á Íslandi? Viðhorf nokkurra manna úr veiðigeiranum
           Óðinn Sigþórsson, Orri Vigfússon, Hilmar Hansson
 17:45   Umræður
 18:00   Fundarlok
 
 
Fundarstjóri: Ingólfur Þorbjörnsson formaður Landssambands stangveiðifélaga

 

Auglýsing á pdf-formi 
 
Allt áhugafólk er velkomið á fundinn og málþingið

 

 

Þessa frétt er finna á vef Veiðimálastofnar