Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
11. mars 2008

Minna af ómega 3 fitusýru í laxi

Nú er miklu minna af Omega þrír fitusýrum í eldislaxi en áður vegna breytinga á laxafóðri. Þetta kemur fram í doktorsritgerð Sverre Seierstad við norska dýralæknaháskólann. Vegna þess að verð á lýsi hefur hækkað eru jurtaolíur, repja og soja, notaðar í auknum mæli í laxafóður.

 

Eldislax © Sumarliði Óskarsson

 

 

Við rannsókn Seierstad kom fram að laxar sem fengu fóður með lýsi innihéldu þrisvar sinnum meira af omega þrír og helmingi meira en laxar sem fengu bæði lýsis- og jurtaolíufóður. Laxinn sem Seierstad og félagar ólu upp var gefinn hjartasjúklingum á Ullevål háskólasjúkrahúsinu í Ósló. Hjá sjúklingunum kom í ljós marktækur munur eftir því hvers konar lax þeir snæddu. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is