Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
26. nóvember 2007

Veiðimálastofnun og Samtök Náttúrustofa gera með sér samstarfssamning

 Á náttúrustofuþingi í Bolungavík þann 21. nóvember síðastliðinn var undirritaður samstarfssamningur milli Veiðimálastofnunar og Samtaka náttúrustofa.  Þessir aðilar munu taka höndum saman við rannsóknir á náttúrufari landsins. 

 

Frá undirritun samnings ©Vmst

Samninginn undirrituðu Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðimálastofnunar og Þorkell Lindberg Þórarinsson, formaður samtaka náttúrustofa og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands eystra.  Við sama tækifæri undirritaði Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúrustofu Kópavogs samning við Samtök náttúrustofa. 

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar (26.11.2007)