Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
15. nóvember 2007

Opnun ófiskgengra svæða

 Undanfarin ár hefur verið gert töluvert af því að sleppa fullorðnum kynþroska laxi upp á ófiskgeng svæði í ýmsum ám á Norðausturlandi.  Þar sem staðfest hefur verið hrygning í nokkrum ám ofan fossa, frá laxi sem fluttur hefur verið upp fyrir fossana, vaknaði áhugi á að gera suma þeirra fiskgenga. 

 

Fiskvegur í Straumfjarðará BTh
 

Nú eru hafnar framkvæmdir við fiskvegi í Sunnudalsá í Vopnafirði einnig í efri fossi Selár og fyrirhugað er að gera foss í Hölkná í Bakkafirði gengan.  Mismikið þarf að gera til að fossarnir verði fiskgengir. Í Sunnudalsá er um margra þrepa stiga að ræða, en aðeins eitt þrep í efri fossi Selár. Í Hölkná er fyrirhugað að brjóta stall eða sæti til hliðar við meginfossinn þannig að ásýnd hans skerðist ekki en laxinn gangi betur upp fossinn.

 

Á öllum þessum stöðum hafa rannsóknir sýnt að lax getur hrygnt ofan fossanna og seiði alist þar upp.  Í Sunnudalsá háttar þannig til að drög árinnar koma af grónu heiðalendi sem af rennur frjósamt vatn sem er hagstætt fyrir lífríki árinnar.  Þegar neðar dregur koma kaldari ár sem eiga uppruna í Smjörfjöllunum og gætir þar mikilla áhrifa snjóbráðnunar langt fram eftir sumri.  Því eru hagstæðari skilyrði fyrir laxaseiði þegar ofar dregur í Sunnudalinn sem alla jafnan er þveröfugt, framleiðsla lífríkisins í ám verður yfirleitt meira eftir því sem neðar dregur.  

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar (15.11.2007)