Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
20. september 2007

Fiskilús úr eldislaxi drepur villtan lax

Átján vísindamenn hafa sent forsætisráðherra Kanada opið bréf þar sem þeir vekja athygli á niðurstöðum úr rannsóknum sem virðast benda til þess að laxeldi í opnum kvíum muni leiða til útrýmingar margra villtra laxastofna. Dagblaðið Vancouver Sun skýrir frá því í dag að rannsóknir bendi til þess að lús af eldislaxi berist í og drepi villta unga laxa sem eiga leið hjá eldiskvíum.

 

 

Vísindamennirnir telja að laxastofnar í Kanada, Noregi, Skotlandi og Írlandi rýrni töluvert á ári hverju vegna þessa.

Alexandra Morton sem rannsakar hegðun laxastofna sagði í samtali við Vancouver Sun að tengslin milli lúsar úr eldisfiski og ungfiskadauða hjá viltum laxi væru gríðarlega sterk.

 

Vísindamenn telja að það sé áríðandi að opnum laxeldiskvíum verði skipt út fyrir lokaðar til að koma í veg fyrir lúsasmit í viltum unglaxi.

 

Þessa frétt er að finna á vef mbl.is (19.09.07)

 

Hér er hægt að finna fróðleik um laxalús.