Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. september 2007

Ekki vitað hvort hringormar spilli hrygningu

Hringormar, sem kenndir er við hvali, herja nú á laxastofnana hér við land sem aldrei fyrr. Ekki er enn vitað hvort þeir kunni að spilla hrygningu laxa. 

 

 

Töluvert hefur borið á bólginni og jafnvel blæðandi gotrauf af völdum ormsins á nýgengnum laxi í ám í sumar nánast í kringum allt landið. Þetta kemur fram á vef Landbúnaðarstofnunar og að sömu einkenni hafi sést á laxi í að minnsta kosti einni á í fyrra. Tíðni einkenna hefur rokið upp í sumar, farið upp í annan til þriðja hvern lax í sumum ám, að sögn veiðimanna, og útbreiðslan að sama skapi aukist margfalt.

Rannsóknadeild fisksjúkdóma að Keldum hefur útilokað að um bakteríusýkingu sé að ræða eins og kýlaveikibakteríuna sem herjaði á lax í Elliðaánum fyrir tólf árum. Hins vegar er hér um að ræða svokallaðan hvalaorm, en hvalir leika lykilhlutverk í útbreiðslu þeirra líkt og selir í útbreiðslu hringormsins í þorski og fleiri fiskum.

Hvalaormurinn heldur sig aðallega við gotrauf laxins eða í innyflum en talið er að hann geti borist út í sjálft fiskholdið ef ormafjöldi verður mikill í hverjum fiski. Fréttir berast nú af sömu einkennum í villtum göngulaxi í ám á Englandi, í Wales og Skotlandi. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum visir.is (10.09.2007)