Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
7. september 2007

Laxveiðar án veiðileyfis

Það eru ekki einungis stangveiðimenn sem hafa áhuga á laxveiði. Veiðileyfislausir og án nokkurs búnaðar stunda höfrungar laxveiðar og þykja afburða klókir við sína iðju. Laxar á heimleið síðla í ágúst, lentu í fyrirsát höfrunga í Moray Firth í Skotlandi. Að sögn ljósmyndara sem staddur var á svæðinu þá létu höfrungarnir lítið fyrir sér fara til að byrja með, en syntu svo á fullri ferð og gómuðu laxinn sem reyndi hvað hann gat að stökkva upp úr sjónum eða forða sér með því að reyna synda burt. Hugtakið "veiða og sleppa" var þeim höfrungum víðsfjarri og sporðrenndu þeir blygðunarlaust löxum fyrir framan ljósmyndaran sem tók myndir af herlegheitunum.

 

Höfrungur (Tursiops truncatus) við laxveiðar ©Richard Austin

 

Áhugaverða ljósmyndaröð er hægt að sjá á þessari vefslóð.

 

Fróðleikur er varðar umrædda höfrunga er að finna á þessari vefslóð

 

Þessar frétt er að finna á vefnum http://www.telegraph.co.uk/