Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
30. ágúst 2007

Hvalormur orsök blæðinga úr gotrauf laxa

Nokkuð hefur borið á því í sumar að laxar sem veiddust í ám

Blæðingar og vefjadrep við gotrauf. Ljósmynd Árni Kristmundsson.
hér á landi væru með sár við gotrauf og/eða blæðingar úr henni.  Sýni hafa verið til skoðunar hjá Rannsóknadeild fisksjúkdóma að Keldum og hafa nú borist niðurstöður þeirra rannsókna.  Í ljós kom að um var að ræða sýkingu í vefjum við gotrauf af völdum þráðorma af tegundinni Anisakis simplex (hvalormur - hringormur sem hefur hvali sem lokahýsil).   

Ekki er vitað áður um slíkar sýkingar í gotrauf, auk þess sem athyglisvert er hversu mikil sýkingin er.  Á vef Tilraunastöðvar Háskóla Íslands má sjá niðurstöður rannsóknanna (http://www.keldur.hi.is/Gotraufarbl.pdf), auk þess sem sjá má umfjöllun um hringorma á vef Matís (http://www.matis.is/media/utgafa//Pistill-1.pdf). 

 

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar (29.08.2007)