Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
20. ágúst 2007

Lax með rafeindamerki kemur til baka

Veiðimálastofnun hefur undanfarin tvö ár merkt gönguseiði sérstaklega til þess að fylgjast með atferli þeirra í sjó.  Seiðin voru sérstaklega alin vegna þessara rannsókna í eldisstöðinni Laxeyri ehf. í Borgarfirði. Lax merktur með þessum hætti hefur nú komið til baka og sá fyrsti í ár en fimm náðust í fyrra.  Von er á fleiri merktum löxum í sumar.  Verkefnið sem um ræðir er einstakt í veröldinni en örmerkin skrá niður hitastig og dýpt sjávar á klukkutíma fresti allan þann tíma sem laxinn dvelur í sjó.

 

 

Merkin eru hönnuð af fyrirtækinu Stjörnu-Odda og eru þau með þeim smæstu og fullkomnustu sem gerð hafa verið.  Með því að bera þau gögn sem fást með þessu móti saman við gervihnattamyndir af hitastigi sjávar má gera sér nokkurn veginn ljóst hvar laxinn hefur dvalið í sjónum.

Rannsóknir þessar eru fremstar í sinni röð. Áður hefur mönnum ekki tekist að skrásetja feril laxins í hafinu.

Rannsóknir þessar munu halda áfram á næstu árum ef að nægilegt fjármagn fæst.

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar (10.08.2007)

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?