Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
9. ágúst 2007

Nýung í birtingu veiðitalna.

Ákveðið hefur verið að á vikulegum Veiðitölulista muni framvegis birtast tölur frá sama tíma árið 2006.  Þetta er gert vegna margra fyrirspurna um samanburð við fyrra ár.

Því miður eru flestar ánna nú nokkuð lægri en var 2006.   Eystri Rangá er þó ánægjuleg undantekning, en þar er veiðin  um það bil helmingi betri en fyrir ári síðan.

Margir telja langvarandi þurrka valda minnkandi veiði, en tæpast dugir það sem einhlít skýring.  Vonandi geta vísindamennirnir skýrt þetta fyrir okkur síðar.