Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
8. nóvember 2006

Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga

 

Fundarboð

 

56. aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga

Verður haldinn í Keflavík laugardaginn 11. nóvember 2006 kl 13.00

Að Hafnargötu 15 eh., í félagsheimili SVFK.

 

 

Dagskrá:

1. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar

3. Ársreikningar LS

4. Fréttir frá aðildarfélögum

5. Ályktunartillögur

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna

7. Ákvörðun árgjalda

8. Afhending Hákonarbikarsins

8. Önnur mál

 

Stjórn Landssambandsins æskir þess að aðildarfélög sendi fulltrúa sinn á aðalfund sambandsins. Á aðalfundi eru félögin eindregið hvött til að koma með stutta samantekt yfir félagsstarfið eins og venja er. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verða erindi flutt til fróðleiks og skemmtunar, annarsvegar flytur Sigurður Már Einarsson frá Veiðimálastofnun erindi "Merkingar laxaseiða og gildi mæliniðurstaðna", og hinsvegar kemur Ásmundur Helgason og kynnir fyrir okkur nýtt DVD myndband sem er í vinnslu um veiðar sumarið 2006.

 

Það er því ljóst að allt stefnir í fróðlegan og skemmtilegan fund, FJÖLMENNUM!!!

 

Vinsamlega tilkynnið þáttöku og fjölda til Hans Ólasonar tul@simnet.is eða í gsm 898-2608 . Við hvetjum aðildarfélög til að fjölmenna á fundinn.

 

Stjórnin

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?