Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
6. nóvember 2006

Írar banna netaveiði á laxi

Írar ætla að banna netaveiðar á laxi í ám og ætla stjórnvöld að greiða 800 atvinnuveiðimönnum samanlagt 25 milljónir evra í bætur, en það nemur um 2.160 milljónum íslenskra króna.

 

Villtur lax © Sumarliði Óskarsson

Laxastofninn á Írlandi hefur minnkað hratt á undanförnum tveimur áratugum og er ástæðan meðal annars rakin til mikilla netaveiða. Bannið tekur gildi í janúar og mun standa yfir í þrjú til fimm ár, en vonast er til að stofninn verði þá orðinn jafnstór og hann var í upphafi níunda áratugarins.

 

Mbl.is sagði frá

 

Þessa frétt er að finna á vefnum veidi.is (01.11.06)

 

Athygli vakin á eldri frétt um málið frá 6 apríl á þessu ári.

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?