Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
8. september 2006

Fimmti laxinn með mælimerki endurheimtist í Elliðaánum

Við lestur á örmerkjum úr laxi veiddum í Elliðaánum frá því í sumar kom í ljós að 1 þeirra var úr sleppingu mælimerktra seiða vorið 2005 í Kiðafellsá.  Fiskurinn veiddist þann 13. ágúst í teljarastreng sem er neðarlega í ánum. Upphófst nú leit að fiskinum.

 

Nafn veiðimannsins fylgdi og reyndist hann vera ungur maður Gylfi Jón Ásbjörnsson.  Við náðum sambandi við móður piltsins og reyndist fiskurinn vera vel geymdur í frysti heimilisins.  Auðsótt reyndist að fá fiskinn og í kvið hans fannst merkið, sem er þá 5. merkið sem skilar sér.  Við erum þakklát Gylfa Jóni og fjölskyldu hans fyrir liðsinnið og höfum sent honum smá þakklætisvott.  

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar (07.09.06)

 

Sjá nánar frétt hér á vefnum frá 19 ágúst um endurheimt fyrstu DST mælimerkjana.

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?