Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
4. september 2006

Fjórða DST merkið endurheimtist

 

Veiðmálastofnun endurheimti s.l. föstudag í Kiðafellsá lax með DST merki innvortis, en laxinn var hluti 300 merktra laxaseiða sem stofnunin sleppti þar s.l. vor.  Fyrir um hálfum mánuði endurheimtust þrír DST merktir laxar í ánni og er þetta því fjórða merkið sem endurheimtist í sumar.  Gögn af merkinu sýna að merkið var í góðu lagi allan tímann og skráði upplýsingar um dýpi og hita á farleið fiskins. 

 

Gögnin voru í góðu samræmi við þau gögn sem voru á fyrri merkjum, en þó eru vísbendingar um skráningar á meira dýpi en sjá mátti á fyrri merkjum.  

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar (04.09.06)

 

Sjá nánar frétt hér á vefnum frá 19 ágúst um endurheimt fyrstu DST mælimerkjana.

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?