Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
28. nóvember 2005

Meira en þrjár milljónir eldisfiska hafa sloppið

Fjöldi strokufiska frá norskum fiskeldisstöðvum verður methár á árinu sem nú er að líða. Alls hafa nú sloppið 722 þúsund laxar og regnbogasilungar úr eldi og að auki er vitað um 148 þúsund strokuþorska.

 

 

Þessar upplýsingar koma frá norsku fiskistofunni og endurspegla þær stöðuna eins og hún var nú um helgina. Mikil aukning hefur orðið á fjölda strokufiska frá því í fyrra en þá sluppu alls um 450 þúsund eldisfiskar frá norskum stöðvum. Samsvarandi tölur fyrir árin 2001, 2002 og 2003 eru 368.000, 730.000 og 604.000 fiskar. Alls hafa því rúmlega þrjár milljónir eldisfiska sloppið frá eldisstöðvum á aðeins fimm ára tímabili. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (28.11.2005)

 

Nánar um slysasleppingar

 

Samanburður á villtum lax og eldislax

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?