Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
21. nóvember 2005

20 þúsund laxar sluppu eftir skemmdarverk

Talið er að um 20 þúsund eldislaxar hafi sloppið úr fiskeldisstöð í New Brunswick á austurströnd Kanada eftir að skemmdarvargar skáru sundur nótina í tveimur eldiskvíum. Lögregla leitar skemmdarvarganna.

 

Kvíarnar voru staðsettar utan við Deer Island en eigandi stöðvarinnar er Cooke Aquaculture. Laxinn í kvíunum var í sláturstærð.

 

Eldislax © Sumarliði Óskarsson
 

Þessi atburður hefur orðið til þess að samtökin The Atlantic Salmon Fereration hafa gagnrýnt kanadísk yfirvöld fyrir stefnu þeirra í fiskeldismálum. Samtökin hafa lengi óskað eftir strangari takmörkunum á eldi laxfiska í sjó í hvort tveggja Kanada og Bandaríkjunum. Formaður samtakanna, Bill Taylor, segir yfirvöld lítið gera til þess að hindra að eldislax sleppi úr kvíum. Hann segir eldislaxinn geta borið sjúkdóma í villta laxastofna og hætta sé á að erfðafræðilegir eiginleikar villta laxins breytist ef hann blandast eldislaxinum. Kyst.no greindi frá.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (21.11.2005)

 

Nánar um slysasleppingar

 

Samanburður á villtum lax og eldislax

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?