Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
17. nóvember 2005

Marine Harvest ákært vegna 496 þúsund strokulaxa

Komið hefur í ljós að ástæðan fyrir því að tæplega hálf milljón eldislaxa slapp úr kvíum Marine Harvest á Norðurmæri í lok ágúst sl. er sú að of mikið var af laxi í eldiskvíum fyrirtækisins og festingum var ábótavant.

 

Eldislax © Sumarliði Óskarsson

 

Rannsókn á tildrögum þess að 496 þúsund eldislaxar sluppu úr kvíunum í óveðri 31. ágúst sl. er lokið og niðurstaðan er sú að um sé að kenna mannlegum mistökum, eða e.t.v. græðgi í þessu tilviki, og lélegum búnaði. Rannsóknin sýnir að búnaður stöðvarinnar var ekki merkilegur og að hann hefði að öllum líkindum ekki fengist viðurkenndur ef hann hefði verið metinn samkvæmt þeim kröfum sem nú eru gerðar.

 

Norska fiskistofan og nokkur umhverfissamtök hafa kært fyrirtækið, sem er í eigu hollenska matvælarisans Nutreco, til lögreglunnar. Talsmenn Marine Harvest hafa allan tímann haldið því fram að búnaðurinn hafi verið í besta lagi og ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir óhappið. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (17.11.2005)

 

Nánar um slysasleppingar

 

Samanburður á villtum lax og eldislax

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?