Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
16. nóvember 2005

Aðalfundur Landssambands Stangaveiðifélaga

Minnum á aðalfund Landssambands stangaveiðifélaga sem hefst fimmtudaginn 17. nóvember.

 

55. aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga verður haldinn í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. nóvember 2005 kl. 20.00. Að Flatahrauni 29, í félagsheimili SVH.

Dagskrá:

1. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla formanns
3. Ársreikningar LS
4. Skýrslur nefnda
5. Fréttir frá aðildarfélögum
6. Ályktunartillögur
7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
8. Ákvörðun árgjalda
9. Önnur mál

Við bjóðum ykkur velkomin og vonum að þessi nýbreytni á fundartíma falli í góðan jarðveg, meining okkar með þessu er að gera fundinn styttri og hnitmiðaðri. Engu að síður eru félögin eindregið hvött til að koma með stutta samantekt yfir félagsstarfið eins og venja er. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verða erindi flutt til fróðleiks og skemmtunar, annars vegar flytur Sigurður Már Einarsson frá Veiðimálastofnun erindi “Um eflingu silungsveiði og ónýtta möguleika hennar”, og hinsvegar kemur Örn Þórðarson frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og flytur erindi sem nefnist “Sóknarfæri og efnahagslegur ávinningur af aukinni stangaveiði”. Það er því ljóst að stefnir fróðleik og skemmtun, FJÖLMENNUM!!!

Vinsamlega tilkynnið þáttöku og fjölda til Hans Ólasonar tul@simnet.is eða í gsm 898-2608 . Við hvetjum aðildarfélög til að fjölmenna á fundinn.

Stjórnin   

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?