Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
15. nóvember 2005

Eldislaxinn gæti útrýmt náttúrulegum laxastofnum

Náttúrulegir laxastofnar gætu senn heyrt sögunni til ef ekki tekst að koma í veg fyrir að eldislax sleppi í stórum stíl úr eldiskvíum.  Það er a.m.k. skoðun norsku náttúruverndarstofunnar í harðorðu bréfi sem sent hefur verið norsku fiskistofunni.

 

Eldislax © Sumarliði Óskarsson

 

Í frétt NRK í Norðurlandsfylki í Noregi kemur fram að aldrei fyrr hafi jafn margir eldislaxar sloppið úr kvíum og á þessu ári. Náttúruverndarstofan segir að haldi þessi þróun áfram þá sé hætta á erfðafræðilegri eyðileggingu villtra laxastofna og þeir geti dáið út.

 

NRK bar ummælin í bréfinu undir Helgu Pedersen, nýjan sjávarútvegsráðherra Noregs, sem segir að of sterkt sé að orði komist. Unnið sé markvisst að því að draga úr hættunni á að eldisfiskar sleppi úr kvíum.

 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (15.11.2005)

 

Nánar um slysasleppingar

 

Samanburður á villtum lax og eldislax

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?