Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
4. nóvember 2005

Regnbogasilungur slapp úr brunnbáti

 Það að eldisfiskar sleppi úr eldiskvíum er orðið vikulegt brauð í Noregi en það gerist hins vegar ekki á hverjum degi að fiskarnir sleppi úr brunnbátum sem notaðir eru til að flytja þá frá kvíum til slátrunar í landi. Það gerðist þó í síðustu viku en þá sluppu um 6000 regnbogasilungar úr brunnbáti á meðan flutningi stóð.

 

                         Regnbogasilungur          ©www.ucatv.ne.jp                 

 

 

Mannleg mistök eru ástæða þess í langflestum tilvikum að eldisfiskar sleppa úr kvíum og hið sama átti við þegar regnbogasilungarnir sluppu úr brunnbátnum. Einhver skipverja hafði gleymt að loka lúgu og út um hana synti um 6000 regnbogasilungar. Meðalvigt þeirra var um 3,2 kíló og eru fiskarnir sagðir heilbrigðir að því er fram kemur á vef IntraFish. Þar er einnig fjallað um hættuna af því að brunnbátar geti borið út sjúkdóma frá einni fiskeldisstöð til annarrar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að láta fara fram rannsókn á hugsanlegri hættu og stöðu mála.

 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (04.11.2005)

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?