Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
3. nóvember 2005

Veiddu rúmlega 206 milljón laxa í Alaska

Sjómenn í Alaska, sem stunda veiðar á nokkrum tegundum Kyrrahafslax, hafa veitt alls 206,1 milljón laxa á þessu ári. Áætlað verðmæti aflans nemur 295,3 milljónum dollara eða jafnvirði 18,3 milljarða ísl. króna.

 

Horfur eru á að vertíðin í ár verði sú þriðja besta frá upphafi en veiðin nú stefnir í að verða 26 milljón löxum meiri en í fyrra. Meðalveiði sl. tíu ára er um 167 milljónir laxa á ári þannig að ljóst er að sjómenn geta vel við unað.

Í ár hafa veiðst 24,5 milljón sockeye laxar í Bristolflóa og er það 1,76 milljón löxum minna en árið á undan. Veiði á pink salmon nam 147 milljón löxum og er það nýtt aflamet. Aðrar laxategundir sem veiddar eru í atvinnuskyni eru chinook, coho og chum salmon. Greint er frá þessu á vef Fishupdate.com en þar kemur fram að laxveiðarnar séu enn í þróun og það eigi t.d. við um togveiðar á laxi.

 

Kyrrahafslaxinn er frábrugðinn frænda sínum í Atlantshafi að því leyti að hann gengur í vöðum upp í árnar og drepst svo að segja allur eftir hrygningu. Er hann líkari loðnu en Atlantshafslaxi að því leyti. Í hverri laxatorfu geta verið þúsundir eða jafnvel tugþúsundir fiska. 

 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (03.11.2005)

 

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?