Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
1. nóvember 2005

Varafiskarnir halda eldislaxinum svo til lúsalausum

Góð reynsla er af því hjá fiskeldisfyrirtækinu Marine Harvest í Vestur-Agder í Noregi að nota svokallaða varafiska til þess að hreinsa laxalús af eldislöxum í kvíum. Fiskar þessir eru af ættinni labriades og þeir éta lúsina af löxunum og stuðla þar með að auknu heilbrigði laxanna og meiri vaxtarhraða.

 

Varafiskur
 

Varafiskar voru fyrst teknir í notkun í fiskeldi Marine Harvest í Vestur-Agder árið 2003. Markmiðið var að ná fjölda laxalúsa á löxunum í eldiskvíum fyrirtækisins niður í 0,5 að jafnaði. Það gekk eftir og í ár er árangurinn enn betri eða aðeins 0,2 til 0,3 lýs á hverjum laxi að jafnaði.

 

Ástæða þess að Marine Harvest tók varafiska í sína þjónustu er sú að þar sem hinar fimm eldiskvíar fyrirtækisins eru staðsettar er kalt á vetrum en heitt á sumrin og lúsalýs þykja ekki koma að nógu góðum notum við þær aðstæður sem þar eru. John Gunnar Gringsgard hjá Marine Harvest segir að það hafi auðveldað baráttuna gegn laxalúsinni að engar aðrar fiskeldisstöðvar eru í nágrenninu. Kyst.no greindi frá. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (01.11.2005)

 

Meiri fróðleikur um laxalús og varafiska hér á angling.is

 

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?