Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
29. apríl 2005

Stefnumörkun Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Nefnd um stefnumörkun Íslands um líffræðilega fjölbreytni stendur fyrir málstofu á Grand Hótel 13. maí nk., þar sem verkefnið verður kynnt og sérstaklega verður rætt um forsendur og aðferðarfræði stefnumörkunarinnar.


Málstofan stendur yfir kl. 13-16:30. Þátttaka á málstofunni er ókeypis og er hún öllum opin. Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig á málstofuna fyrir 11. maí á heimasíðu umhverfisráðuneytisins:


http://www.umhverfisraduneyti.is/afgreidsla/auglysingar/nr/698.

 

Stefnumörkun um vernd og sjálfbæra nýtingu

líffræðilegrar fjölbreytni Íslands

 

Fyrsta málstofa:

 

Vernd og nýting lífríkisins:

Þekkingargrunnur, vöktun og vísar

 

Grand Hótel

13. maí 2005

 

13:00        Stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni: Hvers vegna?

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri, umhverfisráðuneytinu

 

13:10        Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni: Yfirlit

Sigurður Á. Þráinsson, deildarstjóri, umhverfisráðuneytinu

 

13:20        Kortlagning líffræðilegrar fjölbreytni

Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands

 

13:40        Staða þekkingar 1: Lífríki á landi

Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, Háskólanum á Svalbarða

 

14:05        Staða þekkingar 2: Lífríki í ferskvatni

Gísli Már Gíslason prófessor, Háskóla Íslands

 

14:30        Kaffi

 

14:45        Staða þekkingar 3: Lífríki í sjó

Karl Gunnarsson sviðsstjóri/Ólafur Ástþórsson aðstoðarforstjóri, Hafrannsóknastofnun

 

15:10        Náttúruverndaráætlun og vernd lífríkis

Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar   

                        

15:30       Mat á árangri: Vöktun og vísar

Snorri Baldursson, aðstoðarforstjóri, Náttúrufræðistofnun Íslands

 

15:50       Almennar umræður

 

16:30       Lok málþings

 

Málstofustjóri: Kristín Svavarsdóttir, sérfræðingur, Landgræðslu ríkisins, formaður Hins íslenska náttúrufræðisfélags.