Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. apríl 2005

Tekjur veiðifélaga rjúfa milljarðs króna múrinn.

"Útlit er fyrir að tekjur veiðifélaga

laxveiðiáa á Íslandi fari yfir milljarð króna á þessu ári. Átján bestu laxveiðiár landsins fá um tvo þriðju af þeim tekjum. Nokkrar þeirra hafa hækkað um tugi milljóna frá því í fyrra. Eru Víðidalsá, Ytri-Rangá og Miðfjarðará í þeim flokki. Búið er að semja um töluverða hækkun til viðbótar á öðrum ám á næsta ári. Þessa niðurstöðu byggir Markaðurinn á úttekt á  leigutekjum sem fengnar voru beint frá veiðifélögum helstu laxveiðiáa Íslands.

Er sundurliðaðar upplýsingar um tekjur veiðifélaganna að finna í töflu á síðunni. Tekjur vegna álagningar leigutaka, gistingar, fæðis, ferða og búnaðar eru ekki teknar með í þessum tölum. Umsvif leigutaka aukast á hverju ári og keppast stærri aðilar um bestu árnar. Þeir segja eftirspurnina hafa aukist og fleiri séu tilbúnir að borga háar fjárhæðir til að komast í laxveiði. Góð veiði í fyrra og öflugt efnahagslíf spili stóra rullu í þessari þróun. Það sé úrelt að halda því fram að fjársterkir útlendingar þrýsti verðinu upp, innlend eftirspurn ráði mestu". 

 

Hér að ofan er úrdráttur úr áhugaverðri frétt, alla fréttina er að finna í Fréttablaðinu (27.04.05). Hægt er að sækja allt blaðið hér á pdf-formi.

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?