Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. apríl 2005

Er Flundran að færa sig upp á skaftið?

Þeir veiðimenn sem veitt hafa í Þorleifslæk/Varmá við Hveragerði undanfarin ár hafa orðið varir við undarlega flatfiska skjótast með bökkunum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun er hér á ferðinni flatfiskur sem nefnist á íslensku Flundra ( Platichthys flesus ).

Flundru varð fyrst vart á vatnasvæði Ölfusár árið 1998 og er hún í dag talin til fiskitegunda á ósasvæðinu. Sé hins vegar gengið með bökkum Þorleifslækjar má sjá þessa undarlegu fiska skjótast með bökkunum langleiðina upp að Hveragerði, þannig að svo virðist sem þessi fiskitegund sé að færa sig ofar á vatnasvæðið, enda engin hindrun á leið fiska upp Varmá fyrr en ofar við bæinn.

Skrifstofa SVFR hefur í tvígang nú í vor verið tilkynnt af ferðum furðulegra flatfiska sem orðið hafa á vegi veiðimanna. Við Andakílsá sást kynlegur smávaxinn flatfiskur skömmu eftir opnun árinnar og nú nýverið ráku menn augun í flatfisk skammt fyrir neðan Skiphyl í Hítará.

Því er von að menn spyrji sig hvað hér sé á ferðinni og hvort það geti verið að Flundran sé að nema ný ársvæði.  

 

Þessa frétt er að finna á vefnum svfr.is (24.04.05)

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?