Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
8. apríl 2005

Enn eru strokulaxar á ferð

Það líður vart sú vika að ekki berist fréttir af norskum strokulöxum. Nú síðast varð vart við mikið magn af tveggja til fjögurra kílóa eldislöxum sem eru á ferðinni í fjörðum í Suður-Rogalandi eða á svæði í nágrenni Stafangurs.

 

Enginn virðist vita hvaðan þessi lax kemur og engir framleiðendur á svæðinu virðast sakna laxa úr kvíum. Hefur norska fiskistofan haft samband við eigendur allra eldiskvía í þessum landshluta og beðið þá um að kanna birgðastöðuna og hvort skemmdir séu á kvíum. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (08.04.05)

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?