Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
6. apríl 2005

Ísland fyrirmynd í farsælli markaðssetningu stangveiða?

Norskir veiðiréttarhafar fyrirhuga skipulega ferð til Íslands í september á þessu ári. Norðmenn hafa þegar haft samband við innlenda aðila sem eru í m.a sölu og markaðsmálum og fl. Áætlað er að um 20 manns komi til landsins og dvelji hérlendis í fjóra daga. Tilgangur heimsóknar er að kynna sér hvernig staðið er að stjórnun og markaðssetningu stangveiða hérlendis. 

Norðmenn telja að hallað hafi undan fæti undanfarin 20 ár í sölu veiðileyfa til erlendra veiðimanna í norskum ám.   Norskir veiðiréttarhafar líta til Íslands sem fyrirmynd og hafa sérstakan áhuga á að kynna sér farsæla markaðssetningu íslenskra laxveiðiáa á erlendri grundu, sérstaklega á markaðssvæðum eins og Bretlandseyjum og Norður Ameríku. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Norske Lakseelver (05.04.05)

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?