Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
6. apríl 2005

Eru laxastofnar við Írland ofmetnir?

Samfara hugmyndum um uppkaup neta við strendur Írlands hefur komið upp nokkuð athygliverð umræða.  
Ástæða þess er að þarlend yfirvöld grunar að netaveiðar á laxi hafi verið kjörinn vettvangur til peningaþvættis skipulagðrar glæpastarfsemi og hefur nafn IRA jafnvel borið á góma í þeim efnum.

Við eftirgrennslan kemur í ljós að þessi vettvangur er einkar vel fallinn til slíkrar starfsemi, því erfitt er að staðfesta veiðitölur þeirra sem stunda netaveiði, og í mörgum tilvikum aðeins stuðst við sölutölur. Þetta gefur tækifæri til misnotkunar með því að einfaldlega ýkja þann fjölda laxa sem seldur er og hreinsa þannig fjármuni.

 

Meðal stangveiðimanna í Írlandi er ótti við að vegna þessa gætu veiðitölur netaveiðimanna í raun verið töluvert lægri en þær sem opinberar eru.  

Þar af leiðandi sé við upptöku neta jafnvel verið að greiða fyrir laxa sem aldrei áttu sér stoð í raunveruleikanum. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum svfr.is (06.04.05)

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?