Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
5. apríl 2005

Nýr vefur fyrir veiðiáhugamenn

Þann 1 apríl síðastliðinn opnaði nýr vefur

Votnogveidi.is

fyrir veiðimenn:

www.votnogveidi.is. Undirbúningur hefur staðið yfir lengi og er umfang vefsins verulegt. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson, sem ætti að vera veiðiáhugamönnum að góðu kunnur, en hann hélt úti þættinum "Eru þeir að fá´ ann " í Morgunblaðinu í rúmlega 26 ár.

 

Í yfirlýsingu frá ritstjóra segir meðal annars; "Efnisflokkar á vefnum verða hart nær 20 talsins og er meðal annars öflug fréttaveita í anda “Eru þeir að fá ‘ann?” sem veiðimenn þekkja úr Morgunblaðinu í gegnum árin. Ástæða er til að taka hraustlega fram, að allt efni á vef þessum er lesendum að kostnaðarlausu og vonumst við til þess að það falli væntanlegum gestum okkar í geð"
 
Jafnframt segir Guðmundur að nýtt efni verður uppfært mjög ört og að vefur þessi sé fyrir alla veiðimenn, unga sem gamla, börn, konur, karla og veiðimenn eru ekki flokkaðir eftir viðhorfum, kunnáttu og agni. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum svfr.is (05.04.05)

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?