Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
2. apríl 2005

Íslenskur heimsmeistari í uppstoppun

Haraldur Ólafsson, uppstoppari frá Akureyri, er heimsmeistari í uppstoppun fiska. Hann keppti í flokki atvinnumanna á heimsmeistaramótinu í uppstoppun dýra sem fram fer í Springfield í Illinois í BNA.

Haraldur segist hafa látið sig dreyma um góðan árangur á mótinu en heimsmeistaratitill hafi verið meira en hann hafi reiknað með. Keppendur á mótinu eru 600 til 800 en nokkrir tugir kepptu í sama flokki og Haraldur. Hann sýndi tvo uppstoppaða fiska, urriða og lax, og fékk verðlaunin fyrir laxinn.  

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is (02.04.05)

 

Viltu gerast áskrifandi að fréttum angling.is?