Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. október 2019

Nýjar veiðitölur

Enn eru laxar að veiðast þetta veiðitímabilið en nú eru einungis opnar þær ár sem byggja á seiðasleppingum. Eystri-Rangá er langefst á listanum okkar og er komin í alls 3025 laxa en vikuveiðin var 47 laxar.

 

Ytri-Rangá er í öðru sæti á listanum en veiðin er komin í alls 1644 laxa og vikuveiðin var 18 laxar. Veiði er enn stunduð í Þverá í Fljótshlíð en þar er veiðin komin í alls 320 laxa og vikuveiðin 6 laxar. Veiði jafnframt stunduð í Affali í Landeyjum en þar er veiðin komin í 142 laxa.

Veiði fer brátt að ljúka í síðustu ánum okkar en við fylgjumst áfram með. Næstu veiðitölur verða teknar saman í lok veiði miðvikudagsins 16. október. Nokkrar ár eiga eftir að skila inn lokatölum og verða þær settar inn þegar þær berast

 

Hafa ber í huga að veiðitölur eru framsettar með þeim fyrirvara að eftir á að lesa veiðibækur yfir og staðfesta lokatölu.

Það er vel þegið að fá lokatölur úr ám sem ekki hafa verið í vikulegri samantekt. Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398

 

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun.