Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
23. júní 2019

Mikilvægi hreistursýnatöku

Í upphafi veiðitímabils er við hæfi að minnast á mikilvægi hreistursýnatöku. Með því að rannsaka hreistur laxfiska er hægt að lesa aldur þeirra. Hægt er að sjá þann fjölda ára sem fiskurinn dvaldi í ferskvatni og þann fjölda ára sem fiskurinn dvaldi í sjó, ef um sjógenginn fisk er að ræða. Einnig er oft hægt að sjá hvort fiskurinn hefur hrygnt áður og þá hve oft. Einnig er hægt að bakreikna með mælingum og finna út hvað fiskurinn var stór sem gönguseiði.

 

Hreistur af villtum lax. Smellið á mynd til að sjá alla myndina.
 

Oft er hægt að sjá í hreistrinu hvort fiskur er af eldisuppruna, hvort sem er fiskur úr sleppingum eða eldi.

 

Til að fá rétta mynd af stofninum og aldurssamsetningu hans þarf að haga sýnatöku rétt. Best er að dreifa sýnatöku yfir allan veiðitímann svo bæði snemmgengnir og síðgengnir fiskar komi með í úrtakið. Einnig er mikilvægt að taka hreistur af nægjanlega mörgum fiskum til að úrtakið gefi rétta mynd af öllum stofninum. Góð regla er í betri veiðiám að taka hreistur ákveðna vikudaga yfir allt veiðitímabilið. Í ám með minni veiði er réttara að taka hreistursýni oftar. Einnig er nauðsynlegt að sýnataka fari fram í mörg ár, því eitt ár eða nokkur ár segja oft lítið um breytingar á fiskistofni milli ára.

 

Hér er hægt að lesa nánar um hreistursýnatöku.