Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. júní 2019

Frá Aðalfundi LV 2019

Aðalfundur Landssamband veiðifélaga var haldinn á Laugarbakka, Miðfirði dagana 7. - 8.  júní.

Fundinn sátu fulltrúar frá 43veiðifélagi auk gesta, sem ávörpuðu fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þá hélt Guðni Guðbergaaon, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, erindi um „Ástand og horfur í fiskræktarmálum.“  

 

Stjórn LV. Talið frá vinstri: Jón Egilsson, Ólafur Þór Þórarinsson, Jón Helgi Björnsson, Stefán Már Gunnlaugsson og Jón Benediktsson.

Nokkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum og er hægt að sækja þær hér, pdf-skjal.

 

Á fundinum fór fram stjórnarkjör. Kosið var um fulltrúa frá Norður- og Suðurlandi. Jón Benediktsson, Auðnum, var endurkjörinn fyrir Norðurland. Ólafur Þór Þórarinsson, Laugardælum, var kjörinn fyrir Suðurland, í stað Þráins B. Jónssoar, sem gaf ekki kost á endurkjöri.   

 

Stjórn LV er því þannig skipuð:

Jón Helgi Björnsson, Laxamýri, formaður.

Jón Egilsson, Sauðhúsum, varaformaður.

Jón Benediktsson, Auðnum, ritari.

Stefán Már Gunnlaugsson, Hafnarfirði, gjaldkeri.

Ólafur Þór Þórarinsson, Laugardælum, meðstjórnandi.