Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
23. maí 2019

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund LV sem verður haldinn að Hótel Laugarbakka, Miðfirði, dagana 7. - 8. júní nk. 

 

Í fréttabréfinu er jafnframt að finna upplýsingar um veiðina árið 2018.

 

Hægt er að sækja fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi LV hér á vefnum og þar með talið Fréttabréf Lv. Hér er jafnframt að finna fundargerðir, ályktanir, umsagnir og fleira sem opnast undir liðnum Landssamband Veiðifélaga á vefstiku.

 

Nánar er hægt að lesa um fundinn hér fyrir neðan og sjá dagskrá.

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn að Hótel Laugarbakka, Miðfirði, dagana 7. – 8. júní nk.

Gert er ráð fyrir að fulltrúar og gestir verði komnir á fundarstað  kl. 11:30 föstudaginn 7. júní og snæði þar saman hádegisverð.

 

Aðalfundurinn hefst síðan kl. 12:30.

 

Síðdegis bjóða heimamenn til skoðunarferðar um næsta nágrenni. 

 

Um kl. 19:30 verður sameiginlegur kvöldverður og að honum loknum verður kvöldvaka í umsjón heimamanna.

Kl. 8:30 á laugardagsmorgni halda aðalfundarstörf áfram og er reiknað með að þeim ljúki eigi síðar en kl. 14:00.  Matarhlé verður kl. 12:00 – 13:00 á laugardag.

 

Gistingin, hádegisverður á föstudag, hátíðarkvöldverður á föstudagskvöldi, morgunverður og hádegismatur á laugardegi, auk kostnaðar vegna fundaraðstöðu, kostar samtals kr. 27.500 á mann. Þrátt fyrir ákvæðið um að hvert aðildarfélag beri kostnað af fundarsetu fulltrúa sinna, þá hefur að venju verið ákveðið að hver fulltrúi greiði fast gjald vegna aðalfundarins eða  kr. 23.000. Kostnað umfram það greiðir LV.

 

Gestir greiða fullt gjald.

 

Fundargestir þurfa að panta  gistingu með tölvupósti hjá; hotel@laugarbakki.is  Frekari upplýsingar eru gefnar í síma;  519 8600 á skrifstofutíma. Tilgreina þarf um fjölda fulltrúa sem pantað er fyrir og að um aðalfund LV sé að ræða. 

 

Panta þarf gistingu fyrir 1. júní. Gist verður í tveggja manna herbergjum með sturtu og WC. Einstaklingar deila herbergi með öðrum. Ef óskað er eftir eins manns herbergi þá fylgir því aukakostnaður.

 

Stjórn LV býður aðalfundarfulltrúa og gesti velkomna til fundarins.

 

Dagskrá aðalfundar   

 

Föstudagur 7. júní 2019, kl. 12:30.

 

1.      Fundarsetning.

2.      Kjör fundarstjóra og fundarritara.

3.      Kosning kjörbréfanefndar (3).

4.      Ávörp gesta.

5.      Skýrsla formanns, Jón Helgi Björnsson.

6.      Reikningar LV 2018. Stefán Már Gunnlaugsson, gjaldkeri LV.

7.      Kjörbréfanefnd lýsir kjöri fulltrúa.

8.      Umræður um skýrslu formanns og afgreiðsla reikninga.

9.      Erindi: Ástand og horfur í fiskræktarmálum. Guðni Guðbergsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun.

10.    Skipun starfsnefnda aðalfundar

11.    Kynnt drög að ályktunum og þeim vísað til nefnda.  

12.    Fundi frestað, nefndarstörf.

 

          Fræðslu- og skemmtiferð í umsjón heimamanna.

 

Kl. 19:30  Kvöldverður og dagskrá í umsjón heimamanna:

                   

Laugardagur 8. júní 2019, kl. 8:30.

 

13.    Nefndir skila áliti. Umræður.

14.    Ályktanir afgreiddar.

15.    Stjórnarkjör: Fulltrúar frá Norður- og Suðurlandi.  

16.    Kosning skoðunarmanns reikninga.

17.    Önnur mál.

18.    Fundarslit.