Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
15. apríl 2019

Kalla hugmyndir þingnefndar algjöra steypu

Iceland Wildlife Fund gefur lítið fyrir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um lagabreytingar á lögum um fiskeldi. Þau segja að mótvægisaðgerðir gegn laxeldi í opnum kvíum sem nefndin ræði séu „í besta falli flótti frá því að horfast í augu við raunveruleikann“ og „algjör steypa“
 

Í umsögn sinni leggur nefndin áherslu á mótvægisaðgerðir og nefnir sem dæmi að í Noregi hafi kafarar leitað strokulaxa og fjarlægt þá úr ám. Í færslu á vef Iceland Wildlife Fund segir að hátt í hundrað laxveiðiár séu hér á landi til viðbótar við tugi áa með lax og silung sem ekki séu skráðar formlega sem veiðiár. „Hvernig ætla kafarar að finna eldislax í ám á borð við Ölfusá og Hvítá þar sem þeir geta ekki einu sinni fundið bíla sem hafa farið þar niður?“

 

Samtökin lýsa lítilli trú á að fyrirmyndir að mótvægisaðgerðum sé hægt að sækja til Noregs. „Því miður eru þessar hugmyndir tómur hugarburður af hálfu þeirra sem leggja þær fram. Það er líka hlálegt að vísa til Noregs sem góðs fordæmis í þessum efnum. Rúmlega 60 prósent villtra norskra stofna bera merki alvarlegrar eða mjög alvarlegra erfðablöndunar.“

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is