Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
24. mars 2019

Opinn fundur um skaðleg áhrif laxeldis í opnum sjókvíum

NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, boðar til opins fundar um laxeldi á Skúla Craft Bar á Fógetagarði, Aðalstræti 9, þriðjudagskvöldið 26.mars kl. 20:00.

Tilefnið er að nú liggur frumvarp fyrir Alþingi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.

Efni fundarins er “Skaðleg áhrif laxeldis í opnum sjókvíum. Framtíð laxeldis er í lokuðum kerfum”. 


 


Málshefjendur á fundinum eru:


Katka Svagrová: veiðileiðsögukona í Laxá í Kjós auk þess að vera víðförul stangveiðikona.


Jón Helgi Björnsson: formaður Landssambands veiðifélaga.

Erik Sterud: ráðgjafi Norske Lakseelver (samtök veiðiréttarhafa í norskum laxveiðiám). Erik vinnur náið með norskum yfirvöldum og rannsóknarnefndum á þeirra vegum.

Bent er á að þar sem tveir af ræðumönnum kvöldsins eru enskumælandi mun fundurinn fara fram á ensku. 

 

 

Þessa tilkynningu og upplýsingar er að finna á vefsíðu Á móti straumnum og Facebook síðu