Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
8. mars 2019

Íslenska fluguveiðisýningin 2019

Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í annað sinn þann 14. mars næstkomandi í Háskólabíói.

 

Íslenska fluguveiðisýningin er sjálfseignarstofnun og er öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju.


 

Önnur markmið Íslensku fluguveiðisýningarinnar eru að stuðla að vandaðri umræðu og fræðslu um verndun villtra ferskvatnsstofna og að efla samfélag fluguveiðimanna hér á landi.

Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós.
Dagskrá:
15:00 Húsið opnar - fluguveiðisýning í anddyri
17:30 Málstofa og pallborðsumræður um sjókvíaeldi í stóra sal
20:00 Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum í stóra sal
20:30 IF4 kvikmyndahátíðin í stóra sal (2 klst.)  

 

Þessar upplýsingar er að finna á vefnum Íslenska fluguveiðisýningin 2019 á Facebook