Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
5. mars 2019

Veiðileiðsögn 2019

Námskeið í veiðileiðsögn hefst á morgun miðvikudaginn 6 mars. Enn er tækifæri að skrá sig og taka þátt, sjá nánar hér að neðan. Athygli er vakin á þeim möguleika að taka þátt í gegnum netið. Boðið er upp á slíkt fyrirkomulag en það getur hentað þeim sem ekki hafa tök á að vera á staðnum alla námskeiðisdagana.

 

Eins og fram hefur komið á er mikill áhugi á meðal veiðileyfissala um að leiðsögumenn við ár og vötn séu búnir að fara í nám þar sem þeim gefst tækifæri að  tileinka sér alla þá þætti sem einkenna þarf góðan leiðsögumann.

 

Veiðileiðsögunámskeiðið  er sniðið að því markmiði að þekkingin sem það skilar til þátttakenda geri þeim auðveldara fyrir að uppfylla vonir og væntingar veiðimanna, erlendra jafnt sem innlendra.

 

Ferðamálaskóli Íslands hefur nú í fyrsta skipti hér á landi skipulagt nám fyrir þá sem vilja leggja veiðileiðsögn fyrir sig  og aðra áhugasama veiðimenn sem vilja uppfæra þekkingu sína á þessu sviði.

 

Hægt er að sækja dagskrá hér. Pdf-skjal

 

 

Athygli er vakin á að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til þessa náms.

 

Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 898-7765 Friðjón eða fs@menntun.is.