Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
14. nóvember 2018

Látum náttúruna njóta vafans

Við vekjum athygli á síðunni Á móti straumnum en þar er að finna áhugaverðar upplýsingar um samspil fiskeldis, náttúru og stangveiða.

 

Þar er jafnframt hægt að sýna stuðning og taka þátt í áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að móta skýra stefnu um sjálfbærni í fiskeldi og standa þar með vörð um náttúru Íslands og villta laxastofninn hér á landi.

 

Hér fyrir neðan er áskorun og nánari upplýsingar.

Áskorun

 

Ég skora á stjórnvöld að marka stefnu um sjálfbært fiskeldi í sátt við náttúruna. Því markmiði verður aðeins náð með lokuðum kvíum í sjó eða landeldi.

 

Fiskeldi í opnum kvíum er ósjálfbær aðferð þar sem fiskur sleppur reglulega og ógnar villtum stofnum auk þess sem sníkjudýr, mengun og úrgangur berst óhindrað út í náttúruna. Fiskeldi í opnum sjókvíum skaðar orðspor, ímynd og náttúru Íslands.

 

Á Íslandi er gott tækifæri til að byggja upp öflugt fiskeldi með nýjustu tækni í sátt við náttúruna. Íslendingar geta því sameinast um og verið stoltir af þessari mikilvægu atvinnugrein. Stjórnvöld ættu að stöðva útgáfu leyfa til fiskeldis í opnum sjókvíum og beita hagrænum hvötum, s.s. með lækkun opinberra gjalda, til að beina fiskeldisiðnaðinn í átt að sjálfbæru og umhverfisvænu fiskeldi.

 

Ég skora hér með á stjórnvöld og Alþingi Íslendinga til að innleiða slíka hvata í lög um fiskeldi sem Alþingi mun fjalla um á yfirstandandi þingi.

 

Hér eru nánari upplýsingar