Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. október 2018

Um­hverfis­á­hrif og byggða­sjónar­mið í hat­rammri um­ræðu um fisk­eldi

Undanfarnar vikur hefur fiskeldi hér á landi verið mikið í umræðunni, ekki síst vegna ákvörðunar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) um að fella úr gildi starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna Fjarðalax og Arctic Sea Farm fyrir stækkun laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 

Umhverfisverndarsamtök og veiðiréttarhafar í laxveiðiám á Vestfjörðum kærðu leyfisveitingarnar á sínum tíma en í umræðunni um eldið, sem oft á tíðum er ansi hatrömm, takast gjarnan á byggðasjónarmið annars vegar og umhverfissjónarmið hins vegar.  

Málið er langt því frá einfalt og snýr bæði að pólitíkinni og stefnumótun þar varðandi fiskeldi sem og stjórnsýslunni og hvernig unnið er þar með þessa nýju atvinnugrein. Hér verður leitast við að rýna í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna.

 

Hér er hægt að nálgast alla fréttaskýringuna, eftir Sunnu Kristínu Hilmarsdóttir, sem birtist í Fréttablaðinu.