Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. október 2018

Nýjar veiðitölur

Enn eru laxar að veiðast þetta veiðitímabilið en nú eru einungis opnar þær ár sem byggja á seiðasleppingum. Eystri- Rangá og Ytri-Rangá eru nánast jafnar og nálgast 4000 laxa markið en einungis 19 laxar skilja þar á milli. Vikuveiðin í Eystri-Rangá var 89 laxar er veiði komin í 3929 laxa. Vikuveiðin í Ytri-Rangá var 62 laxar og er veiðin komin í 3910 laxa.  

Veiði er enn stunduð í Þverá í Fljótshlíð en þar er veiðin komin í alls 470 laxa en það er 22 löxum meira en lokatalan í fyrra var 448 laxar. Þetta er mesti fjöldi laxa sem hefur veiðst frá því að fiskrækt hófst.  

 

Veiði er einnig enn stunduð í Affalli í Landeyjum en þar er veiðin komin í alls 860 laxa sem er veruleg breyting samanborið við veiði í fyrra, rúmlega fjórfalt meiri veiði, en þá var lokatalan 193. Jafnframt er þetta næst mesta veiði undanfarin níu ár en árið 2010 var lokatalan 1021 laxar.

 

Alls hafa nú borist lokatölur úr samtals 39 ám/veiðisvæðum en staðfestar lokatölur hafa ekki borist úr nokkrum ám en þær verða birtar um leið og þær berast. Hér er hægt að skoða allan listann þar sem er að finna veiðitölur úr um 50 ám/veiðisvæðum.

 

Veiði fer brátt að ljúka í síðustu ánum okkar en við fylgjumst áfram með. Við tökum saman tölur næsta miðvikudag 17. október.

  

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun