Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
4. október 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 3. október. Um síðustu mánaðarmót lauk veiði í öllum þeim ám sem við flokkum sem náttúrulegar ár en veiðar í þeim ám sem byggja á seiðasleppingum verða stundaðar vel fram í október. Það er því enn hægt er að stunda laxveiðar áfram í þónokkrum ám þetta veiðitímabilið.

 

Á veiðitölulista okkar eru um 50 mismunandi vatnakerfi og meirihluti skilar inn vikulegum veiðitölum yfir veiðitímabilið. Nú hafa borist lokatölur úr 31 ám/veiðisvæðum og má gera ráð fyrir að lokatölur berist úr flestum þeirra á næstu dögum.

 

Þar sem enn vantar upplýsingar úr nokkrum ám, er ekki mögulegt að setja fram lista og bera tölur saman svo vel sé. Úr því rætist um leið og tölur berast og þá gefst tækifæri til að rýna nánar í veiðitölurnar.

Hér er hægt að skoða allan listann þar er veiðitölur eru frá um fimmtíu ám.

 

Næstu veiðitölur verða teknar saman í lok veiði miðvikudagsins 10 október.

 

Hafa ber í huga að veiðitölur eru framsettar með þeim fyrirvara að eftir á að lesa veiðibækur yfir og staðfesta lokatölu.

  

Við bendum á að það er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum en þeim sem eru á listanum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudagskvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari. Gott er að fá veiðitölu og stangarfjölda. Jafnframt er vel þegið að fá lokatölur úr ám sem ekki hafa verið í vikulegri samantekt. Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398

 

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun.