Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
7. september 2018

Staðfest að eldislax var í Vatnsdalsá

Lax sem veiddur var í Vatnsdalsá 31. ágúst síðastliðinn er eldislax. Þetta er niðurstaða krufningar, sem greint er frá á vef Hafrannsóknarstofnunar. Komið var með laxinn á Hafrannsóknastofnun þann í fyrradag og sýni úr honum í framhaldinu arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís.
 

Fiskurinn bar ytri einkenni sem bentu til eldisuppruna, svo sem skemmdir á uggum. Við krufningu kom í ljós að um hrygnu var að ræða, með mjög óþroskaða hrognsekki. Á vef Hafrannsóknarstofnunar segir að hún hafi verið með tóman maga og uggaskemmdir bentu til að hún hafi strokið seint úr eldi. 

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

Hafrannsóknarstofnun segir það óvenjulegt að ókynþroska fiskur gangi í ár og þekki stofnunin þess varla dæmi.

 

Björn K. Rúnarsson, leigutaki Vatnsdalsár og staðahaldari, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við mbl.is á laugardaginn. „Það er ekk­ert eldi hér ná­lægt, það er langt í næsta eldi á Vest­fjörðum. Það er búið að segja okk­ur að eld­is­fisk­ur­inn fari ekk­ert inn á þessi svæði en við vit­um all­ir að það er bara kjaftæði. Hann ferðast víða, enda er hann með sporð,“ sagði hann.

 

„Þetta er hættu­legt fyr­ir ís­lenska nátt­úru, eig­in­lega bara hryðju­verk. Það er búið að sanna sig um all­an heim að alls staðar þar sem fisk­eldi er þá hrynja laxa­stofn­ar niður. Það hef­ur bara sýnt sig,“ sagði Björn en tel­ur að það sé lítið hægt að gera annað en að fylgj­ast með hvort að fleiri slík­ar lax­ar veiðist í ánni.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is