Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
7. september 2018

Mat­reiðslu­meistarar rifta samningnum við Arnar­lax

Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara hefur rift samningi sem hún gerði við fyrirtækið Arnarlax nýverið. Haldinn var fundur þess efnis í hádeginu að sögn Björns Braga Bragasonar, forseta klúbbsins, þar sem ákvörðunin var tekin.

Þrettán kokkar í kokkalandsliðinu mótmæltu samningnum harðlega í yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir tilkynntu einnig um úrsögn sína úr liðinu, tveimur mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í matreiðslu. 

Þá tilkynnti Sturla Birgisson matreiðslumeistari um úrsögn sína úr klúbbnum og sagði hann samninginn vera „fráleitan“. Sturla var sá sem veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá á dögunum og sagðist hann vera tilneyddur til að segja sig úr klúbbnum.

 

Björn Bragi Bragason sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að samningurinn við Arnarlax hefði verið gerður í góðri trú og að ætlunin hafi aldrei verið að taka afstöðu með sjókvíaeldi á Íslandi.

 

„Samningurinn við Arnarlax var gerður í góðri trú sem og við önnur fyrirtæki sem vilja styrkja okkur og gera kleift að halda keppnisstarfi til að efla matreiðslu í landinu.“ 

 

Þessa frétt er að finna á vef Fréttablaðsins