Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
7. september 2018

Fagnar áformum AkvaFuture um lokaðar sjókvíar

Þetta er algjörlega skref í rétta átt,“ segir Freyr Frostason, stjórnarformaður náttúruverndarsjóðsins Icelandic Wildlife Fund, IWF, um áform fiskeldisfyrirtækisins AkvaFuture um laxeldi í lokuðum sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Sjóðurinn hefur það að markmiði sínu að standa vörð um villta stofna laxfiska við Ísland. 

Freyr segist ekki hafa kynnt sér áform AkvaFuture til hlýtar en hann segist þekkja vel til þeirrar tækni sem notuð er við slíkt eldi. „Við fögnum því ef þetta verða lokaðar kvíar og að menn komi með nýjustu tækni til landsins,“ segir Freyr við Fréttablaðið. Lokaðar kvíar séu öruggari og betri kvíar sem dragi mjög úr mengun og minnki líkur á slysum. „Ég held að þetta séufagnaðarefni.“

 

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fyrirtækið stefni á að framleiða allt að sex þúsund tonn af laxi árlega í kvíunum.

 

Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, segir að fyrirtækið hafi fengið staðfest að þessi tækni komi alfarið í veg fyrir skaðlega laxalús. Að sama skapi sé dregið stórlega úr umhverfisáhrifum laxeldis því með auðveldum hætti megi safna botnfalli frá eldinu. Þá sé með þessum hætti fyrirbyggt „nánast alfarið“ að fiskur sleppi. „Aðeins við stórkostlegar hamfarir eða mistök við flutning er hætta á því.“

 

Þessa frétt er að finna á vef Fréttablaðsins