Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. ágúst 2018

Auðlindagjöld og hagrænir hvatar

Saga fisk­eldis á Íslandi er orðin nokkuð löng og brota­kennd, en í dag er um umtals­verða starf­semi að ræða sem gegnir mik­il­vægu hlut­verki víða um land. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að fisk­eldi í opnum sjó­kvíum felur í sér áhættu, ef illa fer. Það er skylda okkar að huga að nátt­úru og umhverfi, fyrir nú utan að það er sið­ferð­is­lega rétt þá er það ein­fald­lega bundið í lög að nátt­úran skuli alltaf njóta vafans.  

Hvernig verður best tryggt að ekki verði umhverf­isslys af fisk­eldi? Því er í raun auðsvar­að; með því að leggja af allt eldi í opnum sjó­kvíum og færa það á land. Ef á að fást 100% öryggi um að eld­is­fiskur sleppi ekki, þá eru lok­aðar kvíar ekki einu sinni nægi­lega öruggar því á öllum mann­anna smíðum geta reynst gallar og seint mun mað­ur­inn fram­leiða nokkuð sem hægt er að full­yrða að muni stand­ast nátt­úru­öflin í sinni ofsa­fengn­ustu mynd.

 

Er 100% land­eldi raun­hæft? Ég leyfi mér að efast um það, fyrir nú utan að öll umræða um sjón­mengun og nýt­ingu á landi, verði allt eldi flutt þang­að, er eft­ir. Hvað er þá til ráða, hvernig búum sem best um fisk­eldi með umhverf­is­mál að leið­ar­ljósi? Það er eitt af þeim stóru verk­efnum sem ég tel að verði að ráð­ast í sem fyrst. Það er hins vegar raun­hæft að stefna að því að ekk­ert eldi verði í opnum kvíum, en til þess þarf að gefa aðlög­un­ar­tíma.

 

Ég hef, bæði sem nefnd­ar­maður í atvinnu­vega­nefnd og almennur áhuga­mað­ur, kynnt mér fisk­eld­is­mál­in, lesið mig í gegnum athuga­semdir við frum­varp sem fram kom í vor og hlustað á og átt sam­töl við gesti á fundum atvinnu­vega­nefnd­ar. Þá gerði ég mér ferð í norska sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið í sumar til að kynn­ast því hvernig Norð­menn búa um hnút­ana. Ég hef nefni­lega trölla­trú á því að kynna mér hvernig gert er í öðrum löndum þannig að við getum lært af því.

 

Í þessum greina­flokki mun ég setja fram sýn mína um hvernig hægt væri að búa sem best um þessi mál, í sem mestri sátt. Því rót­grón­ari sem atvinnu­greinin verð­ur, því erf­ið­ara verður að stilla hana af upp á nýtt. Sumt af því sem ég set fram er þegar við lýði, annað er að finna í frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra frá í vor, en sumt er frá mér kom­ið. Mig langar að setja fram sýn mína til að skapa umræðu­grund­völl um mál­ið.

 

Lík­lega er það barna­leg von að telja að hægt sé að ná sátt um fisk­eldi. Það verður mjög auð­velt að skjóta það í kaf sem ég set fram hér. Sér­fræð­ingar og rekstr­ar­að­ilar geta án efa bent á að ein­hvers staðar sé ég á villi­götum með óraun­hæfar vænt­ing­ar. Það er allt í lagi, ég þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér. Þá geta hörð­ustu and­stæð­ingar fisk­eldis áreið­an­lega farið þá auð­veldu leið að úthrópa mig sem svik­ara við umhverf­is­sjón­ar­mið fyrir að opna á að til sé ein­hver milli­vegur um upp­bygg­ingu fisk­eld­is. Það er líka allt í lagi, en færir okkur ekk­ert upp úr skot­gröf­un­um. Hér er í það minnsta mín sýn og ég mun hlusta á allar gagn­rýn­is­radd­ir.

 

Raunar vona ég að þeir sem kunni að vera mér ósam­mála komi því á fram­færi, því þannig getum við rætt saman og þokað þessum málum áfram.

 

Í þess­ari fyrstu grein hyggst ég fjalla um auð­linda­gjöld, umhverf­is­mál og hag­ræna hvata. Í grein tvö mun ég fjalla um eft­ir­lit byggt á vís­indum og þekk­ingu og í loka­grein­inni mun ég draga málið saman og setja fram­tíð­ar­sýn mína fram. Full mynd fæst því ekki á minn mál­flutn­ing fyrr en allar grein­arnar hafa birst. Í sem stystu máli snýst sú fram­tíð­ar­sýn um umhverf­is­vænt fisk­eldi.

 

Sann­gjörn og skil­virk gjald­taka

Fisk­eld­is­fyr­ir­tæki nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­inn­ar, haf­ið, og því er eðli­legt að þau greiði til sam­fé­lags­ins fyrir það. Starf­semi þeirra get­ur, ef allt fer á versta veg, haft í för með sér umhverf­is­lys og breyt­ingu á vist­kerf­um, með blöndun eld­is­laxa og villtra.

 

Norð­menn hafa mikla reynslu í fisk­eld­is­mál­um, hafa rekið sig á ýmis horn og gert mörg mis­tök. Í dag er fisk­eldi umfangs­mikil atvinnu­grein í Nor­egi og áform eru uppi um að efla hana enn frek­ar. Þar eru gerðar miklar kröfur til fyr­ir­tækja í rekstri og rukkað hátt leyf­is­gjald.

 

Þar í landi not­ast menn við svo­kallað umferð­ar­ljósa­kerfi; svæðum er skipt í græn, gul og rauð eftir því hvort heim­ilt er að auka við fram­leiðslu, hvort þarf að skoða það betur eða jafn­vel draga úr henni. Fyrr á þessu ári gáfu Norð­menn út leyfi sem jafn­giltu 6% aukn­ingu á fram­leiðslu á grænum svæð­um.

 

Tvenns konar fyr­ir­komu­lag var við­haft við aukn­ing­una. Þriðj­ungi hennar var skipt á milli fyr­ir­tækja á föstu verði, sem nam 120 þús­und NKR pr. tonn. Tveir þriðju voru boðnir út og með­al­verðið sem fékkst var 195 þús­und NKR pr. tonn. Þetta jafn­gildir því að 1,5 milljón íslenskra króna hafi feng­ist á fasta verð­inu og um 2,5 millj­ónir í upp­boð­inu. Fyrir hvert ein­asta tonn. Það er því ljóst að um umtals­verða fjár­muni er að ræða og Norð­menn líta á þetta sem mik­il­vægan tekju­stofn, en um leið að greinin sjálf standi undir öllum kostn­aði við vöktun og eft­ir­lit.

 

Er þetta leiðin sem við eigum að fara? Það væri í sjálfu sér ein­falt og í frum­varpi um fisk­eldi sem lagt var fram í vor er gert ráð fyrir umtals­vert háu leyf­is­gjaldi. Gall­inn er að það mið­ast aðeins við leyfi á svæðum sem ekki hafa þegar verið burð­ar­þols­met­in. Þá hefur það engin áhrif á þá starf­semi sem nú þegar er til staðar og nýliðar í grein­inni sætu alls ekki við sama borð og þeir sem fengu leyfið á mun lægri upp­hæð.

 

Sjálfum finnst mér hins vegar eðli­legra að fyrir nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda verði ein­fald­lega greitt auð­linda­gjald. Slíkt gjald leggst hlut­falls­lega jafnt á öll fyr­ir­tæki í grein­inni og með slíku kerfi næð­ist fram sann­gjörn greiðsla fyrir nýt­ingu sam­eig­in­legrar auð­lind­ar. Raunar tel ég eðli­legt að skoða allt umhverfi auð­linda­gjalda, hvort sem auð­lindin er haf­ið, orkan, sam­eig­in­leg land­svæði eða hvað sem er, og sam­ræma. Auð­linda­gjald gefur líka færi á því að nýta hag­ræna hvata til að stuðla að umhverf­is­vænni rekstri, eins og komið verður inn á hér á eft­ir.

 

Skýrar umhverfis­kröfur

Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að segja að lok­aðar sjó­kvíar séu full­komn­ar, frekar en önnur mann­anna verk, þá eru þær mun örugg­ari en þær opnu. Ég tel ein­sýnt að stefna eigi að því að allt fisk­eldi við Íslands­strendur verði á end­anum í lok­uðum kví­um. Það er umfangs­mikið og kostn­að­ar­samt verk­efni og eðli­legt að til þess verði gef­inn tími. Hins vegar á engan afslátt að gefa af umhverfis­kröf­um, þó ekki verði strax kraf­ist lok­aðra kvía.

 

Það þarf að gera þá kröfu að allur bún­aður sé umhverf­is­vænn og eftir bestu fáan­legu tækni hverju sinni. Í því skyni er eðli­legt að gefa fyr­ir­tækjum aðlög­un­ar­tíma þurfi þau þess, að eftir ákveðið langan tíma verði ekki eldi í opnum kvíum við Íslands­strend­ur.

 

Þar kemur að því sem komið var inn á, hag­rænum hvöt­um. Það er hægt að beita þeim til að hvetja fyr­ir­tæki til að færa rekstur sinn til umhverf­is­vænni vegar og ein­faldasta leiðin til þess er að gefa afslátt á auð­linda­gjald­inu. Þannig má hugsa sér að afsláttur verði veittur fyrir fyr­ir­tæki sem vinna að því að:

 

- Fara í lokað eldi

- Fara í land­eldi

- Nýta ófrjóan lax í eldi

- Merkja alla fiska þannig að hægt sé að rekja stroku­fiska til þeirra

- Fram­leiðslan er laus við lús og um leið þau fyr­ir­tæki sem minnst nota af lyfjum

 

Eðli­legt er einnig að tekið sé til­lit til fer­ils fyr­ir­tækja í umhverf­is­mál­um, til dæmis þegar að end­ur­út­hlutun leyfa kem­ur. Þá gæti það haft áhrif til afsláttar á auð­linda­gjöldum að vera með flekklausan feril í þeim efn­um, í það minnsta á þeim upp­bygg­ing­arfasa sem við nú erum í.

Sú upp­bygg­ing verður að vera á vís­inda­legum grunni og undir merkjum sjálf­bærni, en um það verður fjallað betur í næstu grein.

 

Þessa frétt eftir Kolbein Óttarson Proppé er að finna á vefnum Kjarninn