Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. ágúst 2018

Sjálfbærni og vísindalegur grunnur

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, birtir greinaflokk í þremur hlutum undir heitinu „Fiskeldi – Leiðin til sátta?“. Þetta er önnur greinin.

 

Sjálf­bærni er nokkuð sem alltaf á að stefna að og vera til grund­vallar laga­setn­ingu á 21. öld­inni. Það vill þó oft gleym­ast að undir sjálf­bærni eru þrjár stoð­ir; umhverf­is/­nátt­úru-, efna­hags- og sam­fé­lags­leg­ar. Það er auð­vitað mik­il­vægt í öllum mál­um, en sér­stak­lega þó hvað fisk­eldi varð­ar, enda er starf­semi fisk­eld­is­fyr­ir­tækja gjarnan í smærri byggð­ar­lögum og mik­il­vægi hvers fyr­ir­tækis fyrir sig því mikið í nærum­hverfi sínu. 

Auðlindagjöld og hagrænir hvatar

Í frum­varpi um mál­ið, sem lagt var fram í vor, er komið inn á sam­fé­lags­lega ábyrgð. Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga lagði til, í umsögn sinn­i,, að end­ur­skil­greint yrði hvernig hugað er að sam­fé­lags­legri ábyrgð fisk­eld­is­fyr­ir­tækja. Fyr­ir­tækin yrðu að „leggja sitt af mörkum til að efla vel­ferð sam­fé­lags, stuðla að sjálf­bærri þróun og skipu­leggja starf­semi sína þannig að þau við­haldi jákvæðum áhrifum á þróun sam­fé­lags­ins.“ Þetta tel ég skyn­sama nálg­un.

 

Skil­virkt eft­ir­lit skiptir miklu máli, þegar kemur að jafn umdeildri og við­kvæmri atvinnu­grein og fisk­eldi er. Þá er lyk­il­at­riði að byggt sé á vís­inda­legum grunn, enda er það leið­ar­stefið í allri auð­linda­nýt­ingu okk­ar.

 

Fisk­eld­is­stofa í hér­aði

Eldi á frjóum norskum laxi við Íslands­strendur er eðli máls­ins sam­kvæmt til­færsla á fram­andi teg­und í íslenska nátt­úru. Eft­ir­lit með slíkri starf­semi þarf að vera eins og best verður á kosið og eðli­legt er að fisk­eld­is­fyr­ir­tækin standi straum að kostn­aði við það. Það er mik­il­vægt að jafn umdeild atvinnu­grein og fisk­eldi, þar sem umhverf­is­leg áhætta er mikil ef allt fer á versta veg, lúti skil­virku og gagn­sæju eft­ir­liti á meðan verið er að byggja upp og þangað til meira jafn­vægi fæst í grein­ina.

 

Ef umsagnir um fisk­eld­is­frum­varpið sem kom fram í vor eru skoð­að­ar, sést að margir velta því fyrir sér hvort íslensku eft­ir­lits­stofn­an­irnar séu í stakk búnar til að takast á hendur það umfangs­mikla eft­ir­lit sem óhjá­kvæmi­legt er. Þær raddir hafa raunar heyrst frá stofn­unum sjálfum líka. Það má velta því fyrir sér hvort ekki sé eðli­legt að koma upp sér­stakri stofu sem sinni fisk­eldi; Fisk­eld­is­stofu sem væri stað­sett á Vest- eða Aust­fjörð­um, í námunda við þau svæði þar sem eldið er mest.

 

Aftur vil ég horfa til Nor­egs hvað þetta varð­ar. Þar eru fjöl­margar stofn­anir sem koma að því að veita leyfi fyrir fisk­eldi og um leið hafa eft­ir­lit með því. Það á bæði við um bún­að, lús, en ekki síst stroku­fiska. Þar er fyr­ir­mynd sem við getum tekið upp og höfum raunar enn frekar þörf á en Norð­menn, þar sem eld­is­fiskur Norð­manna er norskur og því síður fram­andi teg­und.

 

Að sjálf­sögðu gera allir ráð fyrir því að sem minnst af fiski sleppi úr kví­unum og reyna að tryggja það á sem bestan máta. Rann­sóknir og mæl­ingar sýna hins vegar að aldrei er hægt að koma í veg fyrir slíkt til fulls. Þess vegna verður að koma því þannig fyrir að sleppi fisk­ur, sé hægt að fanga hann strax og rekja til við­kom­andi kví­ar. Hvað það síð­ar­nefnda varðar er vísað til þess afsláttar af auð­linda­gjaldi sem áður var komið inn á, en það er einmitt að norskri fyr­ir­mynd að fyr­ir­tæki fái afslátt af leyf­is­gjöldum sé fisk­ur­inn í kví­unum örmerkt­ur.

 

Sér­stök stofnun hefur það hlut­verk í Nor­egi að fylgj­ast með og fanga stroku­fisk. Skoða má starf­semi hennar hér en kostn­aður við starfið er greiddur með árlegu gjaldi allra fisk­eld­is­fyr­ir­tækja. Þannig greiða fyr­ir­tækin árgjald sem stendur undir kostn­aði við teymi kaf­ara sem sem fara í nær­liggj­andi ár verði upp­víst um stroku­fiska. Þar er litið á gjaldið sem nokk­urs konar trygg­ingu fyrir því að hægt verði að bregð­ast hratt við, þegar slysin verða. Slíku kerfi þarf að koma upp á Íslandi og tel ég að fyrr­nefnd Fisk­eld­is­stofa væri réttur vett­vangur fyrir slíka starf­semi.

 

Vís­inda­legur grunnur

Mik­il­vægt er að vís­inda­legur grunnur liggi á bak við mat á því hvort svæði beri fisk­eldi og þá hve mikla fram­leiðslu. Það er í full­komnum takti við það kerfi sem við höfum sett upp varð­andi nýt­ingu á sjáv­ar­auð­lind­um; við stundum sjálf­bærar veiðar fiski­stofna sem byggja á vís­inda­legu mati Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar.

 

Hið sama verður að gilda um fisk­eldi. Því miður hefur of mikið borið á því að bornar séu brigður á mat Hafró, bæði burð­ar­þols- og áhættu­mat. Að sjálf­sögðu er ekk­ert yfir allan vafa háð og án efa er hægt að betrumbæta mats­fyr­ir­komu­lag stofn­un­ar­inn­ar, eins og önnur mann­anna verk. Við erum hins vegar komin á hættu­lega braut ef við ætlum að leyfa okkur að afskrifa vís­inda­legt mat Hafró. Það verður að lög­festa það, fisk­eldi verður að byggja á vís­inda­legum grunni.

Það mat þarf þó að þró­ast í takt við það nýjasta og besta í vís­indum hverju sinni. Sjálfum fynd­ist mér til dæmis eðli­legt að umhverf­is­mat yrði hluti af burð­ar­þols­mati.

 

Eitt og annað

Tölu­vert hefur verið tæpt á umhverf­is­mál í þessum skrif­um, enda er það lög­bundin skylda okkar að nátt­úran njóti vafans. Þannig er erfitt að gera of mikið á því sviði og áður hefur verið nefnt að umhverf­is­mat ætti að vera hluti af burð­ar­þols­mati.

Rætt hefur verið um að inn­­blöndun við villta stofna megi ekki vera meiri en 4%. Erfða­nefnd land­bún­að­ar­ins gaf jákvæða umsögn hvað það varð­ar, en ég leyfi mér að velta því upp að annað hvort verndum við villta laxa­stofna eða ekki. Það sé ekki ásætt­an­legt að lög­festa lág­marks­inn­blönd­un, að það megi blanda eld­is­laxi upp að ákveðnu marki við villt­an. Þess vegna er allt eft­ir­lit svo mik­il­vægt eins og hér hefur verið komið inn á og við­brögð við stroku­fiski.

 

Ísland hefur lög­fest samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni. Það er því skylda okkar að vernda villtu laxa­stofn­ana. Áður hefur verið komið inn á að engin atvinnu­starf­semi er án áhættu, ham­farir geta alltaf orð­ið. Þess vegna er mik­il­vægt að huga að því að vernda gen villtra laxa­stofna, en þeim má koma fyrir í norska gena­bank­anum fyrir lax­fiska. Velta má því upp hvort kostn­aður við slíkt eigi ekki að lenda á herðum fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­anna sjálfra.'

 

Mik­il­vægt er að vernda villtu laxa­stofn­ana okk­ar. Allur umbún­aður um fisk­eldi verður að taka til­lit til þess, en ef allt fer á versta veg þá er  gena­bank­inn trygg­ing þó von­andi þurfi aldrei að nota hana.

 

Að lokum má velta því fyrir sér hvers vegna við setjum erlendu eign­ar­haldi á fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi og orku skorð­ur, þ.e. þeim sem nýta sam­eig­in­legar auð­lindir þjóð­ar­inn­ar, en ekki þegar að fisk­eldi kem­ur. Mér finnst það einnar messu virði að svara því hvers vegna annað eigi að gilda um þá nýt­ingu sjáv­ar­auð­lind­ar­inn­ar, sjálfur sé ég ekki rökin fyrir því.

 

Norð­menn gefa út sér­stök nýsköp­un­ar­leyfi, sem eru ódýr­ari en full starfs­leyfi. Þannig brúa þeir bilið á milli rann­sókna og starf­semi og hvetja til nýj­unga í grein­inni. Þessa leið er hægt að nota til að kom á auknum kröfum til umhverf­is­vænni fram­leiðslu.

 

Í næstu grein mun ég fjalla um umhverf­is­væna upp­bygg­ingu og reyna að draga saman fram­tíð­ar­sýn fyrir grein­ina.

 

Þessa frétt eftir Kolbein Óttarson Proppé er að finna á vefnum Kjarninn