Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
9. ágúst 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 8. ágúst. Veiðin gekk ágætlega síðastliðna veiðiviku og eru tvær ár komnar yfir tvöþúsund laxa en það eru Þverá og Kjarará með 2111 laxa og Eystri-Rangá með 2002 laxa en þar hefur veiðin gengið afar vel og síðasta veiðivika skilaði 635 löxum.

 

Efst á listanum er Þverá + Kjarará en þar hafa veiðst 2111 laxar og skilaði síðasta veiðivika 136 löxum. Veiðin hefur gengið mjög vel en á svipuðum tíma (09.08.17) í fyrra höfðu veiðst 1466 laxar og er því veiðin nú orðin 645 löxum meiri.

Í öðru sæti á listanum er Eystri-Rangá þar er veiðin komin yfir tvöþúsund laxa. Veiðin hefur gengið afar vel og skilaði síðasta veiðivika 635 löxum.

 

Í þriðja sæti er Ytri-Rangá og er hún komin í alls 1892 laxa, veiðin gengur vel og skilaði síðasta veiðivika alls 343 löxum.

 

Í fjórða sæti er Miðfjarðará en þar er veiðin komin í 1707 laxa eftir góða veiði síðustu veiðiviku sem skilaði 285 löxum.

 

Í fimmta sæti er Norðurá með 1408 laxa og vikuveiðin skilaði 56 löxum.

 

Hér er listi yfir tíu efstu árnar þessa veiðivikuna. Í sviga fyrir aftan vikuveiði er staða veiði í fyrra 09.08.2017 og plús eða mínus eftir því hvort veiðin sé meiri eða minni en í fyrra.

 

1. Þverá og Kjarará 2111  laxar -  vikuveiði 136 laxar. (1466)+

 

2. Eystri-Rangá  2002 laxar - vikuveiði 635 laxar. (1091)+

 

3. Ytri-Rangá 1892 laxar - vikuveiði 343 laxar. (2881)-

 

4. Miðfjarðará 1707 laxar - vikuveiði 285 laxar. (2173)-

 

5. Norðurá 1408 laxar - vikuveiði 56 laxar. (1228)+

 

6. Haffjarðará 1204 laxar - vikuveiði 129 laxar. (912)+

 

7. Urriðafoss í Þjórsá 1095 laxar - vikuveiði 57 laxar. (673)+

 

8. Langá  laxar 1090 - vikuveiði 87 laxar. (1074)+

 

9. Selá í Vopnafirði 863 laxar - vikuveiði 157 (618)+

 

10. Blanda 832 laxar - vikuveiðin  laxar. 61 (1219)-

 

 

 

Veiðitölur eiga eftir að skila sér úr nokkrum ám en tölur verða settar inn þegar þær berast.

 

Næstu veiðitölur verða teknar saman í lok veiði miðvikudagsins 15 ágúst.

 

Við vekjum áfram athygli veiðimanna á því að ekki er enn ljóst hve mikið af eldislaxi slapp úr eldiskvíum Arnarlax í Tálknafirði fyrr í sumar. En í ljósi þess að eldislax slapp úr þá er mjög mikilvægt að þekkja í sundur villtan lax og eldislax. Ef grunur leikur á að veiddur lax sé eldislax þá er mikilvægt að sleppa honum ekki og tilkynna viðkomandi stofnun.

 

Hér er hægt að kynna sér leiðbeiningar um samanburð á villtum lax og eldislax

 

Geta má þess að hreistursýnataka af veiddum fisk er eitt mikilvægasta framlag veiðimanna til rannsókna. Fjölmargt má greina í hreistri og t.d. er hægt að sjá hvort fiskur sé af eldisuppruna. Sjá nánar fróðleik um hreistursýnatöku. 

 

Við bendum á að það er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum en þeim sem eru á listanum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudagskvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari. Gott er að fá veiðitölu og stangarfjölda. Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398