Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
18. júlí 2018

Veitingahús merkja sig – ekki með lax úr sjóeldi

Á síðunni ,, Nei við laxeldi úr sjó” kemur fram að ,,veitingastaðir á Íslandi sem bjóða lax úr landeldi, séu farnir að aðskilja sig frá öðrum veitingastöðum sem framreiða norskan sjókvíaeldislax.

 

Fyrir erlenda ferðamenn er skilti sem stendur á   ,, We only serve salmon from sustainable land-based farming”.

,,Þeir sem láta sig málið varða ættu að leita að þessum miða.  ,,Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi.” Segir á síðunni, en þar er hægt að finna margt um laxeldi, bæði hérlendis og erlendis.

 

Samnefnari yfir allt efni á síðunni er að talað er um þann skaða sem að laxeldi í sjó hefur valdið lífríkinu og þess m.a. getið að 680.000 laxar hafi sloppið í s.l. viku út í vilta náttúruna frá einu laxeldisfyrirtæki erlendis og almennt um skaðsemina sem að laxeldisfyrirtæki valda. Jafnframt er allt fréttaefni tengt laxeldi safnað saman á síðuna og m.a. um hundruða milljóna tap laxeldisfyrirtækja og sagt að ríkið hafi gefið laxeldisfyrirtækjum leyfi sem að hefðu kostað tugi milljarða í Noregi.

 

,,Það fer mikið fyrir áróðri norskra fiskeldis-fyrirtækja í fjölmiðlum þessa dagana. Þar er dregin upp glansmynd af sjókvíaeldi með vafasömum hætti. Stærsta laxeldisfyrirtæki landsins tapaði sem nemur 2.100 milljónum í fyrra og hundruðum milljóna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Að auki varð stærsta slys íslenskrar fiskeldissögu fyrir skömmu.  Sjókvíaeldi er hvorki umhverfisvænt né sýnir samfélagslega ábyrgð. Það er drifið áfram af hagnaðarvon með neikvæðum umhverfisáhrifum.” Segir m.a. á síðunni.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Fréttatíminn

 

Veitingahús sem hafa sett upp gluggamiða IWF:

 

  • Apótekið

  • Fiskmarkaðurinn
  • Grái kötturinn
  • Grillmarkaðurinn
  • Messinn
  • Sumac
  • Sushi Social
  • Sæta svínið
  • Tapasbarinn

 

Þau sem vilja fá miðana í glugga fyrirtækja sinnar og taka með því þátt í að standa vörð um íslenska náttúru og lífríki geta sent Icelandic Wildlife Fund skilaboð á Facebook hér.